Gengi krónu veiktist snögglega í morgun en veikingin hefur gengið til baka og hefur krónan styrkst um 0,1% það sem af er degi og er 119,0 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Hæst fór gengisvísitalan í 119,61 í morgun, um 15 mínútum eftir að markaðurinn opnaði.

Sérfræðingar rekja veikingu krónu til ákvörðunar Seðlabankans í morgun um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 14%.

Þetta er í fyrsta sinn síðan vaxtahækkunarferill Seðlabankann hófst í maí 2004 að vextir standa í stað á vaxtaákvörðunardegi en Seðlabankinn hefur hækkað vexti sautján sinnum síðan vorið 2004. Á þeim tíma hafa vextir hækkað frá því að vera 5,5% í að vera 14%.