Að sögn Sigurðar Loftssonar, formanns Landssambands kúabænda, er talið að kúabú landsins hafi skuldað um 35 milljarða króna haustið 2008. Þær skuldir hafa aukist töluvert síðan.

Skiptist það á um 700 greiðslumarkshafa sem eru með um 26.000 mjólkurkýr. Gæti því látið nærri að hvert bú skuldi að meðaltali um 57 milljónir króna og hver kýr því með rúmlega 1,5 milljóna króna skuldabagga á bakinu.

Skuldsetning búanna mun þó í raun vera mjög misjöfn, en þriðjungur búanna munu vera í erfiðri stöðu. Sigurður segir að áætlað sé að um 8 milljarðar af þeim skuldum séu tilkomnar á síðustu 8 til 10 árum vegna kvótakaupa. Hann sagðist ekki treysta sér til að segja til um hversu stór hluti af skuldum kúabænda væru erlend lán.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .