Kvika banki hefur gefið út nýjan flokk víkjandi skuldabréfa. Bréfin eru til 10 ára og eru 600 milljónir króna að nafnvirði.

Bréfin bera 6,50% árlega verðtryggða vexti fyrstu fimm árin eða til 9. maí 2023 en seinni fimm árin bera þau 8,50% árlega verðtryggða vexti. Bréfin eru þó innkallanleg af útgefenda á hverjum vaxtagjalddaga frá og með 9. maí 2023. Bréfin verða skráð á aðalmarkað í Kauphöllinni fyrir 31. ágúst.

Bankinn hefur áður gefið út víkjandi skuldabréf fyrir einn milljarð króna að nafnvirði en þau eru með lokagjalddaga 25. ágúst 2025.