Samstæða ferðaþjónustufyrirtækisins Kynnisferðir ehf. hagnaðist um 143,7 milljónir króna árið 2016 borið saman við 500,1 milljón árið áður. Veltan nam 7,1 milljarði borið saman við rúmlega 6 milljarða árið áður. EBITDA nam 1,1 milljarði króna en var 1,9 milljarðar árið áður. Afskriftir fastafjármuna og aukin fjármagnsgjöld höfðu mest áhrif til lækkunar á EBITDA milli ára.

Eignir félagsins námu 8,7 milljörðum króna í lok árs. Þar af voru varanlegir rekstrarfjármunir rúmlega 7 milljarðar og jukust þeir um 2,7 milljarða milli ára. Bókfært virði bifreiða félagsins námu 4,9 milljörðum í árslok og voru fasteignir og lóðir bókfærðar á 1,9 milljarða. Skuldir námu 7,9 milljörðum í árslok borið saman við 4,8 milljarða í árslok 2015. Eiginfjárhlutfall Kynnisferða var 9,5% í árslok. Töluvert var fjárfest á árinu, einkum í bifreiðum, og keyptu Kynnisferðir varanlega rekstrarfjármuni fyrir 4 milljarða króna.

Eigendur Kynnisferða eru Alfa hf. og SF VII ehf. Ekki var greiddur út arður á árinu og leggur stjórn félagsins til að hagnaður ársins verði fluttur til næsta árs.