Snörp lækkun var á bandarískum hlutabréfum í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Bandaríkjanna seinnipartinn í dag. Vaxtaákvörðunarfundur stendur nú yfir.

Dow Jones var mest upp um 0,82% en lækkaði og var lækkunin mest 1,14%. Olli vaxtahækkunin því næstum tveggja prósentustiga lækkun á vísitölunni.

Dow Jones vísitalan hefur lækkað um 0,32%, S&P500 um 0,33% og Nasdaq um 0,45%.

Hér má fylgjast með vaxtaákvörðunarfundi bankans.