Aldrei hafa eins margar og stórar erlendar kvikmyndir verið teknar upp á Íslandi og nú á þessu ári. Einar Hansen Tómasson er verkefnisstjóri á sviði erlendera fjárfestinga hjá Íslandsstofu. Hann efast ekki um mikilvægi komu erlendra framleiðenda til Íslands og segir ljóst að þó framleiðendur fái hluta kostnaðar endurgreiddan frá ríkinu skilji þeir mun meira eftir í ríkiskassanum.

En fyrir utan landkynninguna og fjármunina sem fást af þessum verkefnum telur Einar þau skipta sköpum fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað. Þó það sé Íslandsstofa sem markaðssetur staðinn þá eru það nefnilega íslensku framleiðslufyrirtækin sem taka á móti verkefnum og vinna við þau. "Í fyrsta lagi þá eykur þetta kunnáttuna hér heima gríðarlega," segir Einar. "Við erum að fá marga af frægustu leikstjórum heims hingað, eins og Clint Eastwood, Ridley Scott, Darren Aronofsky og Joseph Konsinski. Sú þekking nýtist svo áfram í önnur verkefni, líka þau íslensku."

Nánar er rætt við Einar í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.