Félag atvinnurekenda telur breytingar á búvörusamningi, sem lagðar voru til af meirihluta atvinnuvegarnefndar Alþingis, ófullnægjandi.

Í tilkynningu frá FA, er haft eftir Ólafi Stephensen framkvæmdastjóra: „Þær jákvæðu breytingar sem meirihluti atvinnuveganefndar talar fyrir í nefndaráliti sínu eru síðan í breytingartillögum meirihlutans alltof veikt og óljóst orðaðar til að tryggt sé að ný vinnubrögð verði tekin upp við mótun landbúnaðarstefnunnar.“

Fram kemur í tilkynningunni að: „Í nefndarálitinu er tekið fram að ekki sé ætlunin að læsa starfsskilyrðum landbúnaðarins í tíu ár. Áhersla er lögð á að með samþykkt frumvarpsins sé Alþingi eingöngu að staðfesta fyrstu þrjú ár samninga, sem gerðir voru til tíu ára. Meirihlutinn kallar jafnframt eftir breiðari samstöðu um starfsskilyrði í landbúnaði og segir nauðsynlegt að fleiri aðilar hafi tækifæri til að koma að þróun landbúnaðarstefnunnar.“

Eins og kom fram í frétt Viðskiptablaðsins áður , þá beinir meirihlutinn til landbúnaðarráðherra ð mynda samráðsvettvang til að ræða um framtíð stefnunnar.

Tekur Ólafur þó fram að ef rýnt sé í breytingartillöguna sé rýnd nánar sé hún of veikt orðuð.  Þó taki hann fagnandi því þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar boðaði ný vinnubrögð og hugsun við mótun landbúnaðarstefnunnar.