Þróunarbanka Evrópu (CEB) greiddi í dag út lántöku að fjárhæð 15 milljónir evra til 10 ára til Lánasjóðs sveitarfélaga (LSS).

Þetta kemur fram í tilkynningu frá LSS en útgreiðslan, sem samþykkt var í nóvember, er síðari ádráttur á 30 milljóna evru lánasamning sem gengið var frá í maí 2008.

Lánið er á fljótandi vöxtum, 6 mán EURIBOR + 41bp, og er með lokagjalddaga í nóvember 2020. Þá kemur fram að lánið er jafn rétthátt öðrum lánum lánasjóðsins.