Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir það enn til skoðunar hvort byggðar verði nýjar höfuðstöðvar fyrir bankann. Það er RÚV sem greinir frá þessu.

„Núverandi húsnæði er dýrt og óhagkvæmt. Það þarf að skoða líka leiðir til að auka skilvirkni í því sambandi en ákvörðun hefur ekki verið tekin,“ segir Steinþór.

Hann segir jafnframt að framundan sé óvissa og viðbúið að starfsmönnum bankans fækki meira, en greint var frá því í gær að hann hefði sagt upp 43 starfsmönnum.

Steinþór segir að bankaþjónusta breytist hratt og verkefni breytist. Það skipti máli að reka bankann með sem hagkvæmustum hætti og að hann sé ekki ofmannaður.