*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 7. júlí 2021 16:04

Landsbankinn hækkar fasta vexti

Frá með morgundeginum munu fastir vextir á nýjum óverðtryggðum lánum hækka um 0,10 til 0,15%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Frá og með morgundeginum, 8. júlí, mun Landsbankinn hækka fasta vexti á nýjum óverðtryggðum lánum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 

Sjá einnig: Landsbankinn hækkar vexti

Breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum haldast óbreyttir og eru enn 3,45%. Þann 31. maí síðastliðinn hækkaði bankinn vexti á þessum lánum um 0,15% en fastir vextir héldust þá óbreyttir. 

„Vaxtabreytinguna nú má fyrst og fremst rekja til breytinga á ávöxtunarkröfu sértryggðra skuldabréfa útgefnum af Landsbankanum,“ segir í tilkynningu frá bankanum. 

Stikkorð: Landsbankinn Vextir