Moody's matsfyrirtæki hefur lækkað lánshæfiseinkunn Portúgals enn frekar og er hún nú Baa1. Einkunnin lækkaði um einn flokk. Moody's varaði við því að mögulega væri þörf á frekari lækkun vegna slærmar skuldastöðu ríkissjóðs.

Þetta er í annað sinn á innan við mánuði sem Moody's lækkar lánshæfiseinkunn Portúgals. Þar með fylgir Moody's matsfyrirtækinu Standard & Poor's sem lækkuðu sitt mat í síðustu viku.

Moody's rökstuddi lækkunina með aukinni pólitískri, fjárhagslegri og efnahagslegri óvissu. Í frétt BBC um málið segir að lækkunin ýti undir ótta við að brátt þurfi Portúgal að óska eftir aðstoð Evrópusambandsins.