Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag í máli sérstaks saksóknara gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni hefur verið kærður til Hæstaréttar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari staðfestir þetta í samtali við við skiptablaðið. Hann sagði niðurstöðu Héraðsdóms í samræmi við þrjá Hæstaréttardóma, sem féllu árið 2009.

Úrskurðurinn fjallaði um þá kröfu sakborninganna tveggja, Lárusar og Guðmundar um að fá afrit af hljóð- og myndupptökum af skýrslutökum hjá lögreglu í málinu. Sérstakur saksóknari hafnaði kröfunni, meðal annars af ótta við að upptökurnar myndu leka á Netið. Úrskurður dómara var saksóknara í vil.

Ef Hæstiréttur staðfestir úrskurð héraðsdóms má ætla að það hafi töluvert fordæmisgildi. Sakborningar í svokölluðu al-Thani máli, sem eru fyrrverandi stjórnendur Kaupþings, hafa krafist þess að fá sambærilegar upptökur afhentar en sérstakur saksóknari hefur líka hafnað þeirri kröfu.