Bjarkey Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri-grænna, segist í samtali við Fréttablaðið hafa miklar efasemdir um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, en þar er m.a. lagt til að afnema lágmarksútsvar sveitarfélaga. Bjarkey segir að sveitarfélög, sem búi við stóriðju af einhverju tagi, gætu lækkað útsvar hjá sér gríðarlega og búið þannig til hálfgerðar skattaparadísir á Íslandi. Þannig yrði misskipting aukin á Íslandi.

„Sveitarfélög sem vilja lækka álögur á bæjarbúa geta gert það á annan hátt en með því að lækka útsvar þeirra," segir Bjarkey í samtali við Fréttablaðið. Þar kemur einnig fram að Bæjarráð Ísafjarðar leggist harðlega gegn frumvarpinu.