Icelandair Group er þekkt fyrir að breyta veikaleikum í styrkleika. Það gæti verið mikilvæg lexía fyrir fluggeirann, segir í frétt The Wall Street Journal.

Flugfélög virðast ekki hafa lagt upp stóra áætlun um hvernig eigi að þrauka á viðsjárverðum tímum, en sérfræðingar telja að þau sem lifi af, verði þau sem bregðist fljótt við breyttum aðstæðum og finni arðbærar markaðssyllur, segir í fréttinni. Fyrirsögnin var: „Í óvistlegu umhverfi þraukar Icelandair.“

Síðastliðinn sunnudag birti Icelandair Group átta mánaða uppgjör. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði jókst um 58% frá sama tímabili fyrir ári í 3,9 milljarða króna og tekjur jukust um 68% í 72 milljarða króna. Í fréttinni segir að Björgólfur Jóhannesson, forstjóri Icelandair Group, vinni nú að því að byggja upp lausafjárstöðu. Handbært fé í lok ágúst var 6,7 milljarðar króna. Björgólfur segir félagið ekki með sterka lausafjárstöðu og hafa kosið meira handbært fé.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .