Óvenju margir Íslendingar hafa þekkingu á hagfræði. Þetta segir Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í fræðunum. Hann er staddur hér á landi í tengslum við ráðstefnu stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um gang efnahagsbatans sem hefst á morgun.

Krugman skrifar um það á bloggi sínu á vefsvæði bandaríska stórblaðsins New York Times að fram til þessa hafi hann uppgötvað að sólarupprásin lætur bíða eftir sér á þessum árstíma. Hann hafi í hyggju að finna leigubílstjóra sem geti ekið sér um og frætt um landsins gagn og nauðsynjar og ganga svolítið um. Hann reiknar þó ekki með að uppgötva mikið þar sem hann sé meira fyrir tölulegar upplýsingar.

Krugman hefur birt nokkrar hugleiðingar sínar um stöðu efnahagsmála hér í kjölfar bankahrunsins á blogginu.

Bloog Krumans má lesa hér .