„Það er fín lína á milli samfélagslegrar ábyrgðar og markaðssetningar,“ segir Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður grunnnáms í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Hrefna segir Íslendinga hafa verið lengi að taka við sér og segir margt búa að baki þeim hugtökum sem nú eru í hávegum höfð.

Hugtakið samfélagsábyrgð hefur verið í brennidepli síðustu misserin,“ segir Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BS náms í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Viðskiptadeildin skrifaði í desember síðastliðnum undir viljayfirlýsingu PRME (Principles for Responsible Management Education) um menntun ábyrgra stjórnenda.

„Einstaklingum er eðlislægt að viðhafa heilbrigð gildi og viðmið. Fólk vill ekki spillingu heldur gott viðskiptasiðferði, mannréttindi, vinnuvernd og umhverfisvernd,“ segir Hrefna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.