Ekki fást upplýsingar frá Orkuveitu Reykjavíkur um fjárhæðir allra fjárfestinga og fjárframlaga fyrirtækisins til Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. og Línu.nets hf. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hefur lagt fram tillögur til stjórnar Orkuveitunnar þess efnis að upplýsingarnar verði gerðar opinberar og hefur afgreiðslu þeirra ítrekað verið frestað, nú síðast á stjórnarfundi Orkuveitunnar þann 25. maí síðastliðinn.

Tæpt ár er nú liðið síðan stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti tillögu um sölu dótturfélagsins Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. Tillagan var samþykkt 23. júní 2011 og málinu í kjölfarið vísað til eigendanefndar Orkuveitunnar. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, fer fyrir eigendanefndinni. Þegar Viðskiptablaðið náði tali af Degi sagði hann málið enn til meðferðar hjá nefndinni sem stefndi að því að ljúka verkinu fyrir lok júnímánaðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.