Evrópski fjárfestingarbankinn, EIB, gaf í dag út krónubréf, þ.e. erlend skuldabréf í íslenskum krónum fyrir 3 milljarða til 5 ára, segir greiningardeild Kaupþings banka.

?Alls hefur EIB gefið út bréf fyrir 47,5 milljarð króna og er næst stærsti útgefandi á eftir þýska landbúnaðarsjóðnum KfW. Svo virðist vera sem aukið líf sé að glæðast í krónubréfaútgáfuna eftir gengislækkun krónunnar frá lok febrúar og óróa á markaðnum, en gefnir hafa verið út 18 milljarðar frá byrjun maímánaðar," segir greiningardeildin.

Alls nemur krónabréfaútgáfan 230 milljörðum og þar af eru um 60 milljarðar á gjaldadaga nú í ár, að sögn greiningardeildarinnar.