Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, fagnar því að ný ríkisstjórn leggur áherslu á að afnema gjaldeyrishöft. Kom þetta fram í máli hans á ársfundi FME í dag.

Hann sagði að töluvert hefði verið fjallað um áhrif gjaldeyrishafta á hlutabréfamarkaðinn, fáir fjárfestingarkostir hefðu leitt til hækkandi eignaverðs svo jafnvel væri talað um bólu á hlutabréfamarkaði.

Hann gerði hins vegar aðra birtingarmynd af þessu ástandi að umræðuefni. Íslenska lífeyrissjóðakerfið væri sjóðsöfnunarkerfi sem gerði ráð fyrir því að hver kynslóð legði spari fyrir eigin lífeyri í gegnum lífeyrissjóðina í stað þess að reiða sig á gegnumstreymiskerfi sem kostað væriaf ríkinu.

Benti hann á að fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna væri nú um 130 milljarðar á ári og að um helmingur eigna lífeyrissjóðanna væri í skuldabréfum með opinberri ábyrgð. Kerfið væri því farið að líkjast töluvert gegnumstreymiskerfi og að það gæti skapað sérstaka pólitíska áhættu fyrir lífeyrissjóðakerfið. Mikilvægt væri fyrir lífeyrissjóðina að geta dreift áhættunni með því að fjárfesta í erlendum eignum. Því sé yfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar um afnám hafta ánægjuleg.