Líflegur viðskiptadagur er að baki á Aðalmarkaði kauphallar Nasdaq á Íslandi en heildarvelta viðskipta dagsins nam 9,5 milljörðum króna. Mest velta var með hlutabréf Arion banka, 1,7 milljarðar, en þar á eftir komu Eimskip með 1,5 milljarða og Marel með 1,2 milljarða.

Gengi allar félaga sem skráð eru á Aðalmarkað, nema Brims, hækkaði í viðskiptum dagsins. Mest hækkaði gengi hlutabréfa Icelandair, eða um 4,86% í 653 milljóna króna viðskiptum. Á hæla flugfélagsins fylgdi Kvika með 4,5% hækkun í 973 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkaði gengi VÍS, Reita og Íslandsbanka um ríflega 3%.

Brim var eina félagið sem þurfti að sætta sig við gengishækkun, en þó var aðeins um að ræða 0,54% gengislækkun í 233 milljóna króna viðskiptum.

OMXI10 úrvalsvísitalan hækkaði um 2,55% og stendur í kjölfarið í 3.193,28 stigum.