Hagvöxtur í Þýskalandi jókst lítillega á þriðja ársfjórðungi eða um 0,1%. Er það þó nokkru betri niðurstaða en á öðrum ársfjórðungi þegar verg landsframleiðsla Þýskalands dróst saman um 0,1%. BBC News greinir frá þessu.

Hagvaxtartölur voru betri í Frakklandi en búist hafði verið við, en hagvöxtur þar jókst um 0,3% á þriðja ársfjórðungi. Áður höfðu Frakkar þurft að horfa upp á tvö ársfjórðunga í röð án hagvaxtar.