*

fimmtudagur, 28. október 2021
Innlent 19. nóvember 2019 13:05

Litlar heimtur í gjaldþroti Fréttatímans

Kröfur í þrotabú Morgundagsins sem gaf út Fréttatímann voru tæplega 300 milljónir króna.

Ritstjórn
Gunnar Smári Egilsson var einn af eigendum Fréttatímans og ritstjóri.
Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Útgáfufélag Fréttatímans, Morgundagur, var úrskurðað gjaldþrota sumarið 2017 en skiptum lauk nýverið og fengust 2,95 milljónir króna upp í tæplega 300 milljón króna kröfur í búið. 

Greint er frá þessu á mbl.is en samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu námu forgangskröfur 60 milljónum króna og almennar kröfur voru 236 milljónir króna. Þannig fengust tæp 5% upp í forgangskröfur í búið. 

Samkvæmt upplýsingum á Wikipedia starfaði Fréttatíminn frá 2010 til 2017 en blaðið kom út vikulega og var dreift frítt á föstudögum í rúmlega 80 þúsund eintökum. Fréttatíminn var í eigu Morgundags ehf. sem var í eigu Miðopnu ehf. Eigendur Miðopnu voru til loka ársins 2015 þeir Teitur Jónasson, Valdimar Birgisson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Jónas Haraldsson og Haraldur Jónasson.

Í lok nóvember 2015 var tilkynnt um að hópur fjárfesta undir stjórn Gunnars Smára Egilssonar blaðamanns og ritstjóra hefði keypt allt hlutafé Miðopnu ehf. og tækju við rekstri blaðsins um áramótin 2016. Jónas Haraldsson lét af störfum ritstjóra um áramót þá tók við Gunnar Smári og Þóra Tómasdóttir. Nýr hluthafahópur ásamt Gunnari Smára voru fjárfestarnir Árni Hauksson, Hallbjörn Karlsson og Sigurður Gísli Pálmason. Valdimar Birgisson sem átti hlut í Miðopnu fyrir var sá eini af fyrri eigendum sem átti ennþá hlut í fyrirtækinu. Hluthafar áttu álíka stóran hlut