Mesta hækkun í 6 ár varð á Bandaríkjamarkaði í dag, þegar gríðarleg lækkun gærdagsins gekk að nokkru til baka. Bjartsýni á markaði jókst þegar fjárfestar töldu sátt um 700 milljarða björgunarpakka vera í augsýn á þinginu þar í landi.

JPMorgan Chase, Citigroup og Bank of America hækkuðu öll um meira en 13%.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 5,0% í dag. Dow Jones hækkaði um 4,7% og Standard & Poor´s hækkaði um 5,3%.

Olíuverð hækkaði í dag, um 5,1% og kostar tunnan nú 101,3 Bandaríkjadali á markaði.