Í innanhússskýrslu danskra skattyfirvalda frá því í fyrrasumar, sem þau hafa kosið að gera ekki opnbera, kemur fram að auka mætti skatttekjur hins opinbera með því að lækka hæstu skattana. Danska blaðið Børsen hefur komist yfir skýrsluna en í henni kemur m.a. fram að með því að verja fimm milljörðum danskra króna í að hækka mörk hámarkstekjuskatts myndi danska ríkið fá til baka 6,8 milljarða í formi aukinna skatttekna.

Og ef danska ríkið verði fimm milljörðum til þess að lækka hátekjuskattshlutfallið í 10,42% myndi það skila ríkinu 6,1 milljarði í skatttekjur eða 1,1 milljarði meira en lækkunin kostar ríkið. Nettóáhrif af ýmsum öðrum skattalækkunum, eins og hækkun persónuafsláttarins, myndu á hinn bóginn verða neikvæð, segir í skýrslunni.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .