Lloyds Banking Group, sem breska ríkið á 41% hlut í hefur tapað yfir 500 milljónum dala, eða sem svarar 55 milljörðum króna, á lánum til M Resort Spa Casino spilavítisins í Las Vegas og MGM Resorts. Þetta kemur fram á vef Guardian. Er þetta annað skipti á stuttum tíma sem bankasamsteypan horfist í augu við gríðarlegt tap í Bandaríkjunum. Lloyds tók yfir lánasafn HBOS banka- og tryggingarfélagsins árið 2008. Þetta mikla tap varð að veruleika við sölu á eigninni sem hvíldi á skuldir að andvirði 860 milljónir dala, en aðeins bankanum tókst aðeins að selja eignina á 230 milljónir dala. M Resort Spa Casino er 390 herbergja hótel og spilavíti sem var opnað í mars 2009, og ljóst að kaupandi skuldanna, Penn National Gaming, keypti hótelið á aðeins broti af því verði sem myndi kosta að byggja það.