Áfrýjunarnend neytendamála hefur staðfest niðurstöðu Neytendastofu um að barinn „Loftið“ sem starfræktur var í Austurstræti megi ekki nota nafnið vegna ruglinshættu við farfuglaheimilið „Loft“.

Á ferðamálaráðstefnu í september 2012 var tilkynnt um að opna ætti farfuglaheimili að Bankastræti  undir nafninu Loft, en opnað var fyrir bókanir og kynning á netinu hófst þann 8. nóvember 2012. Þann 17 desember var sóttum einkaleyfi á vörumerkjunum Loft og Loftbarinn þann 17. desember 2012 vegna veitingaþjónustu vegna bars sem starfrækja átti í Austurstræti. Umsókninni var hafnað þann 24. janúar 2013 en því bréfi var ekki svarað.

Neytendastofa taldi að vegna líkinda á orðmerkjum staðanna, nálægrar staðsetningar staðanna (Bankastræti og Austurstræti) og líkindi þjónustunnar þá væri töluverð ruglingshætta til staðar. Ákvörðun Neytendastofu var að banna notkun á auðkenninu „Loftið“ eins og það er nú í notkun.