Kauphöllin í London (LSE) lauk í gær yfirtöku á ítölsku kauphöllinni fyrir 1,63 milljarða Bandaríkjadala. Yfirtaka LSE kemur á sama tíma og fyrirtækið er sjálft talið vera yfirtökuskotmark, í kjölfar þess að kauphöllin í Dubai og fjárfestingararmur katarskra stjórnvalda keyptu meira en 50% hlut í félaginu í síðasta mánuði. LSE sagði að félagið hefði gefið út 79,5 milljónir nýrra hlutabréfa vegna yfirtökunnar á ítölsku kauphöllinni. Markaðsvirði LSE nemur nú 9,4 milljörðum Bandaríkjadala.