Lífeyrissjóður verslunarmanna (LV) keypti í dag 2,4% hlut í Icelandair Group, samkvæmt flöggun til Kauphallar Íslands vegna viðskiptanna. Eftir viðskiptin á LV 12,07% hlut í félaginu en átti áður 9,67%. Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkaði um 9,2% í kauphöllinni í dag.

Lífeyrissjóðir Bankastræti (áður Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins) juku að sama skapi hlut sinn í félaginu í dag, úr 4,84% í 6,03%.

Alls nam velta með bréfin tæplega 1,3 milljörðum króna í dag. Viðskipti voru þrjátíu talsins. Lokagengi var 4,5 en við upphaf viðskipta var gengi bréfa 4,16 krónur á hlut. Samkvæmt því nemur fjárfesting lífeyrissjóðsins á bilinu 499,2 milljónum króna til 540 milljóna

Fréttin var uppfærð kl. 20.48.