Stjórnir Lyfja og heilsu hf. og DAC ehf. hafa samþykkt samrunaáætlun félaganna sem kveður á um að Lyf og heilsa yfirtaki dótturfélagið DAC, sem sér meðal annars um innflutning, markaðssetningu og dreifingu á lyfjum. Samkvæmt samrunáætluninni miðast samruninn við 1. janúar 2012 ef hann verður samþykktur á hluthafafundi félaganna. Lyf og heilsa og DAC ehf er í eigu Aurláks en Aurlákur er í eigu bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona.

Aurlákur hefur ekki skilað inn ársreikningi frá stofnun félagsins árið 2008. Karl Wernersson skrifar undir yfirlýsingu stjórna Lyfja og heilsu og DAC um fyrirhugaðan samruna. Samkvæmt áætlun félaganna er samruninn gerður til að auka hagkvæmni í rekstri