Geysir Green Energy og kanadíska jarðhitafyrirtækið Magma Energy Corporation (Magma) hafa gert með sér samkomulag um kaup Magma á tæplega 11% hlut í HS Orku af Geysi. Jafnframt er stefnt að samstarfi fyrirtækjanna um frekari þróun og nýtingu jarðvarma, bæði hérlendis og á alþjóðavettvangi segir í tilkynningu.

Þar kemur fram að Kaup Magma Energy á hlut í HS Orku koma í kjölfar samkomulags Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy um breytt eignarhald á HS Orku og HS Veitum sem nýlega hefur verið gengið frá. Með því samkomulagi eignaðist Geysir nær allan hlut Reykjanesbæjar í HS Orku en lét á móti hlut sinn í HS Veitum. Jafnframt keypti Reykjanesbær allar auðlindir út úr HS Orku en leigir félaginu nýtingarréttinn, og tryggir þannig að samfélagið njóti áfram góðs af auðlindunum.

Magma leggur Geysi lið við fjármögnun þessara viðskipta og selur Geysir Magma 10,8% af 66% hlut sínum í fyrirtækinu fyrir rúma þrjá milljarða króna. Þá mun Magma einnig leggja HS Orku til tvo milljarða króna í nýju hlutafé, í hlutafjáraukningu sem er fyrirhuguð á næstunni, til að tryggja félaginu frekara fjármagn til framkvæmda. Eignarhlutur Magma í HS Orku mun verða 16% eftir fyrirhugaða hlutafjáraukningu og eignarhlutur Geysis 52%.Tímamótasamkomulag

Kaup Magma á hlut í HS Orku marka tímamót. Þetta er fyrsta umtalsverða erlenda fjárfestingin hérlendis eftir hrun bankanna í haust og skiptir sköpum vegna fyrirhugaðrar atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum og víðar en erfitt er við núverandi aðstæður fyrir opinbera aðila, ríki eða sveitarfélög, að leggja fram það fjármagn sem þörf er á eða veita ábyrgðir fyrir lánum.

Magma Energy er kanadískt jarðhitafyrirtæki og stefnir að því að verða leiðandi á heimsvísu. Það á og rekur jarðvarmavirkjun á vesturströnd Bandaríkjanna og vinnur að fjölmörgum jarðvarmaverkefnum, í Bandaríkjunum og Suður

Til að hrinda þeim áformum í framkvæmd leggur Magma HS Orku til umtalsvert nýtt hlutafé. Fjárfestingar Magma á Íslandi nema ríflega fimm milljörðum króna og marka viss tímamót, enda er um að ræða fyrstu umtalsverðu fjárfestingu erlends aðila í íslensku atvinnulífi eftir hrun bankanna.

]Ameríku. Fjárfestingin í HS Orku og samstarfið við Geysi er mikil fagleg styrking fyrir fyrirtækið.

Ávinningur Geysis af samstarfinu er bæði faglegur og fjárhagslegur. Geysir er með sterka stöðu í vinnslu jarðvarma á Íslandi, í Þýskalandi, Kína, Bandaríkjunum og á Filippseyjum og stefnir að því að efla íslenska orkustarfsemi enn frekar og nýta þekkingu sína erlendis þar sem tækifæri gefast.