Sala Magnúsar Kristinssonar og fjölskyldu hans á útgerð er liður í skuldauppgjöri Magnúsar við Landsbankann. Hann fer ósáttur frá borði.

„Niðurstaðan eins og hún blasir við núna er ekki mín óskaniðurstaða,“ segir útgerðarmaðurinn Magnús Kristinsson sem ásamt fjölskyldu sinni hefur rekið Berg-Huginn í 40 ár. Hann hefur sent frá sér tilkynningu í tengslum við kaup Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað á Bergi-Huginn í Eyjum. Í henni segir m.a. að helst hafi fjölskylda hans viljað reka útgerðina áfram.

„Ég hef allt frá haustinu 2008 glímt við miklar skuldir við Landsbankans sem að mestu urðu til við kaup kaup á hlutum í bankanum. Ég var einn margra fórnarlamba grófrar markaðsmisnotkunar eins og síðar hefur komið á daginn. Ég hef leitast við að halda félaginu og standa skil á skuldunum við bankana en hlýt nú að horfast í augu við að það mun ekki takast. Ég sé því engan annan kost en að selja hluti mína í félaginu enda blasir við að áform um aukna gjaldheimtu af útveginum mun skerða rekstrarhæfi útgerðarfélaga og ekki síst þeirri minni,“ skrifar Magnús.