Benedikt Gíslason, framkvæmdastjóri eigin viðskipta, hefur sagt upp ráðningarsamningi sínum og er ráðgert að hann láti af störfum í október, segir í tilkynningu.

Flemming Bendsen hefur verið ráðinn á svið eigin viðskipta. Flemming á að baki yfir 20 ára feril í stöðutöku í London og á Norðurlöndum, nú síðast sem yfirmaður norænna viðskipta í eigin viðskiptum JP Morgan í London.

Fredrik Sjöstrand hefur verið ráðinn á svið eigin viðskipta. Fredrik á að baki yfir 20 ára feril í stöðutöku í Svíþjóð, Lúxemborg og London, síðast sem yfirmaður eigin viðskipta hjá Svenska Handelsbanken, Stokkhólmi, og yfirmaður áhættustýringar.

Lars Bo hefur verið ráðinn á svið eigin viðskipta. Lars hefur yfir 20 ára reynslu í stöðutöku með skuldabréf. Hann var áður yfirmaður eigin viðskipta hjá Nykredit, Kaupmannahöfn.