Hæstaréttardómur um gengisbundnu lánin gæti grafið undan trausti verði ekki brugðist við í tíma að mati Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Hann tilgreindi ekki á fundi í Seðlabankanum hver viðbrögðin ætti að vera. Már sagði að dómurinn hefði ekki komið þeim í Seðlabankanum á óvart. Vandinn, sem ógni stöðugleikanum og þar með framkvæmd peningastefnunnar, liggi í þeirri óvissu hvað taki við eftir dóminn.