Heildarvelta nam um 1,4 milljarða króna í Kauphöllinni í dag. Bréf Icelandair hækkuðu mest eða um 16,56% í 15 milljóna krónu viðskiptum en hluthafar flugfélagsins samþykktu 30 milljarða króna hlutafjáraukningu síðastliðinn föstudag .

Mestu viðskiptin voru með bréf Marels sem hækkuðu um 2,29% í 863 milljóna krónu viðskiptum. Bréfin hafa hækkað um tæp 50% frá því um miðjan mars og standa nú í 714 krónum á hlut.

Bréf Kviku hækkuðu næst mest eða um 2,59% í 37 milljóna krónu viðskiptum. Næst mestu viðskiptin voru með bréf Símans sem hækkuðu um 1,16% í 185 milljóna krónu viðskiptum.

Skeljungur lækkaði mest um 2,44% en velta bréfanna nam aðeins 780 þúsund króna. Bréf Haga lækkuðu um 0,21% í 109 milljóna krónu viðskiptum.

Íslenska krónan styrktist gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum í dag.