Marel sendi frá sér fréttatilkynningu í gærkvöldi þess efnis að fyrirtækið hefði tryggt sér 350 evra langtímafjármögnun frá sex alþjóðlegum bönkum, undir forystu ING bankans.  Meðal vaxtakjör eru 320 puntkar (3,2%) álag ofan á EURIBOR/LIBOR.  Fjármögnunin er til 5-6 ára.

Í tilkynningunni segir:

„Þetta eru mikil tímamót fyrir Marel og nýja fjármögnunin skapar fyrirtækinu sterkan grundvöll til framtíðar. Samningurinn gerir félaginu kleift að endurfjármagna allar núverandi skuldir á hagstæðum kjörum. Sá stöðugleiki í fjármögnun og sveigjanleiki fyrir félagið sem fjármögnunin hefur í för með sér styður einnig við langtímaáætlanir og áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. Að auki gerir fjármögnunin samþættingu starfseminnar að fullu mögulega.

Sex alþjóðlegir bankar, undir forystu ING Bank (e. Coordinating Bookrunner), ásamt Rabobank og ABN Amro (e. joint bookrunners), standa að þessum heildar fjármögnunarpakka sem samanstendur af lánum að upphæð samtals 350 milljónum evra. Myntsamsetning lánanna endurspeglar myntsamsetningu tekna og eigna félagsins. Helstu liðir í fjármögnuninni eru:

  • Sambankalán og ádráttarlán (e. revolver) til fimm ára sem samanstenda af sambankaláni, að upphæð 135 milljónir evra og 115 milljónir Bandaríkjadala, og fjölmynta ádráttarláni sem nemur 100 milljónum evra. Bæði eru með lokagjalddaga í nóvember 2015. Vaxtaálag í upphafi samnings er EURIBOR/LIBOR + 300 bps, sem mögulega lækkar á lánstímabilinu.
  • Greiðsluvíkjandi (e. junior) sambankalán til sex ára að upphæð 30 milljónir evra sem breytanlegt er í almennt sambankalán, háð fjárhagslegri afkomu félagsins. Vaxtaálag í upphafi samnings er EURIBOR/LIBOR + 500 bps.
  • Kjör og skilmálar eru í samræmi við LMA fyrirtækjaviðmið (e. Loan Market Association corporate standards)."