Bílasala jókst talsvert í Bandaríkjunum á milli ára í júní og hefur annað eins ekki sést síðan árið 2007. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir bílasöluna skýrast af aðgengi almennings að lánsfé á lágum vöxtum sem sé bjartsýnni en áður og hafi af þeim sökum fari í meiri mæli en síðustu misserin og endurnýjað bílaflotann, sem sé kominn á aldur. Meðalaldur fólksbíla í götum Bandaríkjanna nú um stundir er 10 ár.

Til samanburðar kom fram í viðtali vb.is við Egil Jóhannsson , forstjóra Brimborgar, að landsmenn aki að meðaltali um á 12 ára gömlum bílum.

Sala á fólksbílum undir merkjum Toyota jókst um 14% á milli ára, Þá jókst sala á bílum Ford um 13%, frá Chrysler um 8% og General Motors um 6%. Sala á pallbílum jókst talsvert meira. Sala á jeppum og pallbílum frá Ford og Chrysler jókst um 20-23%.