© Aðsend mynd (AÐSEND)

Margrét Kristín Sigurðardóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi í almannatengslum og markaðsmálum hjá KOM almannatengslum.

Fram kemur í tilkynningu frá KOM að Margrét er viðskiptafræðingur Cand. Oecon með MBA-stjórnunargráðu frá Háskólanum í Reykjavík og MSc í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá sama skóla. Þá hefur hún lokið Austur-Asíufræðum.

Margrét hefur rekið eigið ráðgjafarfyrirtæki um skeið en hún starfaði einnig árum saman sem stjórnandi hjá Árvakri, m.a. sem forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Morgunblaðsins og mbl.is , markaðsstjóri og  rekstrarstjóri ritstjórnar auk þess að skapa og ritstýra margvíslegum blöðum og tímaritum. Þá starfaði hún sem blaðamaður á viðskiptaritstjórn Morgunblaðsins.

Margrét hefur jafnframt setið í ýmsum stjórnum og  verkefnastjórnum í gegnum tíðina og var um árabil formaður Félags viðskipta- og hagfræðinga og í stjórn ÍMARK. Hún er félagsmaður í FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu og EMBLUM sem er félag kvenna með MBA.