Stjórn Íslandsbanka hefur samþykkt tillögu Bankasýslu ríkisins um að María E. Ingvadóttir verði kjörin í stjórn bankans. Þá hefur verið samþykkt að Þóranna Jónsdóttir verði kjörin í varastjórn sem fulltrúi Bankasýslunnar. María hefur verið varamaður í stjórn Íslandsbanka síðan í fyrra.

Bankasýslan, sem fer með 5% hlut í Íslandsbanka og er með eitt stjórnarsæti af sjö, auglýsti í sumar eftir tilnefningum í stjórn bankans.

Fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn Íslandsbanka hefur fram til þessa verið Kolbrún Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs VÍS. María tekur sæti hennar.