Marine Le Pen, leiðtogi franska þjóðernisflokksins Front National mætti fyrir dóm í Frakklandi í vikunni vegna hatursorðræðu. Le Pen er ákærð fyrir að hafa borið saman múslima sem var að biðjast fyrir utandyra, hernám nasista á Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni.

Ummælin voru sögð í ræðu á flokksfundi í Lyon árið 2010 en fjórir mannréttindahópar sem berjast gegn kynþáttahatri kærðu Le Pen fyrir að hvetja til ofbeldis og haturs gagnvart tilteknum hópum.

Le Pen sagði fyrir rétti að hún hefði ekki gert neitt rangt, hún hafi einungis verið að lýsa sínum stjórnmálaskoðunum, en slíkt væri hlutverk hennar sem leiðtogi stjórnmálaflokks. Hún sakaði einnig franska saksóknarann í málinu um ofsóknir gagnvart henni og stjórnmálaflokknum hennar.