*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 30. janúar 2017 17:03

Markaðsvísitala Gamma lækkaði

Markaðs- og hlutabréfavísitölur Gamma lækkuðu í dag en eina vísitala fyrirtækisins sem hækkaði var verðtryggði hluti skulabréfavísitölunnar.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Markaðsvísitala Gamma lækkaði um 0,3% í dag í 5,4 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 1,1% í dag í 1,1 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma stóð í stað í dag í 3,4 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,8 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 2,2 milljarða viðskiptum. 

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði lítillega í dag í 0,9 milljarða viðskiptum.