*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 15. nóvember 2004 10:52

Markaðsverð Magasin Du Nord 5,7 milljarðar

Ritstjórn

Danska verslunarfyrirtækið Magasin Du Nord hefur verið rekið með tapi undanfarið: 157 m.DKK í fyrra og 99 m.DKK á fyrri hluta þessa árs eins og bent er á í Morgunpunktum Íslandsbanka. Gengisþróun félagsins hefur ekki farið varhluta af því en markaðsverð er nú um 5,7 ma.kr. og V/I hlutfall um 0,49. Íslenski hópurinn á nú 69% hlut í danska félaginu.

Straumur fjárfestingarbanki er meðal þeirra fjárfesta sem vinna að yfirtöku á Magasin Du Nord og afskráningu félagsins úr dönsku kauphöllinni. Straumur á 33% hlut í verkefninu á móti Baugi (42%) og Birgi Þór Bieltvedt (25%) og fer fyrir samningaviðræðum.