Lítill munum er á hlutfalli heildarútgjalda til matarkaupa eftir tekjuhópum, samkvæmt útreikningum Rannsóknaseturs verslunarinnar á Bifröst, sem tók til við að reikna áhrifin á hækkun virðisaukaskatt á matvæli úr 7% í 12% sem boðuð er í nýju fjárlagafrumvarpi vegna umræðu um áhrif hækkunarinnar og hugsanlega útgjaldaaukningu heimila landsins eftir tekjuhópum.

Í niðurstöðum Rannsóknasetursins segir að tekjulægsti hópurinn mun greiða 33.385 krónum meira á ári fyrir matarinnkaupin eftir hækkun virðisaukaskattsins en tekjuhæsti hópurinn greiði 52.756 krónum meira eftir skattahækkunina. Mismunurinn á útgjöldum hæsta- og lægsta tekjuhópsins er því 19.371 krónur á ári eða 3.490 krónur á mánuði. Meðaltalshækkun á útgjöldum hvers heimilis verða samkvæmt þessu 41.882 krónur á ári.

Hækka kaupmenn verð?

Rannsóknasetrið skoðaði sömuleiðis hættuna sem rætt hafi verið um á því að stjórnendur verslana noti tækifærið við skattkerfisbreytingarnar og hækki álagningu aukalega. Bent er á að sambærileg umræða var áberandi í aðdraganda lækkunar á virðisaukaskatti á matvæli 2007, þ.e. að virðisaukaskattslækkunin myndi ekki skila sér til neytenda heldur lenda í vasa kaupmanna sem myndu hirði mismuninn.

Rannsóknasetrið segir:

„Rétt er að rifja upp í því sambandi að Hagstofa Íslands fylgdist sérstaklega með því hvort verðlækkanir skiluðu sér til neytenda. Sú varð raunin eins og kemur fram í minnisblaði frá Hagstofunni frá 12. mars 2007. Þar segir: „Í áætlun Hagstofunnar í janúar var gert ráð fyrir að verð á mat og drykkjarvörum myndi lækka um 7,5% (vísitöluáhrif 1,02%) vegna lækkunar á virðisaukaskatti. Lækkunin milli febrúar og mars reyndist 7,4% (1,01%) og má því segja að lækkunin hafi nánast öll skilað sér.““