Lækka mátti laun Yngva Harðarsonar, framkvæmdastjóra áhættustýringar hjá Askar Capital, þótt það hafi ekki verið gert með skriflegum samningi, samkvæmt niðurstöðu EFTA-dómstólsins. Yngvi var með 15 þúsund evrur í mánaðarlán samkvæmt skriflum ráðningarsamningi frá í desember árið 2009. Það jafngildir um 2,4 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Í apríl árið 2009 voru laun hans lækkuð niður í 1,5 milljónir króna á mánuði. Breytingin var gerð með tölvupósti. Slitastjórn var svo skipuð yfir Askar Capital í júlí árið 2010 og gerði Yngi launakröfu í þrota fyrirtækisins. Krafa hans byggðist á upphaflegum ráðningarsamningi.

Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómurinn leitaði eftir ráðgefandi áliti varðandi túlkun á tilskyipun 91/533/EBE frá í október árið 1991 um skyldu vinnuveitanda að skýra launþega frá samningasskilmálum eða ráðningarfyrirkomulagi.

Álit EFTA-dómstólsins