MBA-námið við Háskóla Íslands fékk nýverið alþjóðlega vottun frá Association of MBA´s (AMBA). AMBA sem eru óháð samtök sem hafa það að markmiði að efla gæði menntunar á sviði stjórnunar og reksturs. Viðurkenningin er ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að aðeins um 200 skólar í heiminum hafa hlotið síka vottun.

Fram kemur í tilkynningu frá Háskólanum að vottunarferlið hefur staðið yfir undanfarin tvö ár. Það er mjög strangt og komu fulltrúar AMBA m.a. hingað til lands og funduðu með bæði stjórnendum háskólans, kennurum MBA-námsins, núverandi og brautskráðum nemendum og atvinnurekendum brautskráðra nemenda.