Meðalvelta Norrænu kauphallarinnar OMX nam 4,6 milljörðum evra á dag í október, sem er 17% aukning frá því í september, segir í frétt Dow Jones.

Fjöldi viðskipta á dag jókst um 19%, eða 130 þúsund viðskipti að meðaltali á dag. Veltuhraði (e. turnover velocity) náði 141%, samanborið við 126% í september.

Mest voru viðskipti í fyrirtækjum í upplýsingageiranum, eða 25,4 milljarðar evra.

Átta ný fyrirtæki voru skráð í kauphöllina í október.

Meðalviðskipi með kaupheimildir (e. warrant) árið 2006 námu 16 milljónum evra á dag.