Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að þær ályktanir sem draga megi af nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins séu eftirfarandi: „Það hlýtur að vera eitt meginmarkmiðið að gera hluti sem varðveita sterka stöðu ríkissjóðs, styrkja hagvöxt og útflutning og minnka þannig atvinnuleysi."

Draga megi sömu ályktanir af spá Seðlabankans, þótt sveiflurnar og tölurnar í henni séu meiri og hærri en hjá fjármálaráðuneytinu.

Þegar ráðherrann er spurður hvernig hann ætli að gera þetta svarar hann: „Það kemur í ljós þegar við gerum þá hluti."

Ríkisstjórnin sé þó ekki ókunnug umræddum aðstæðum.

Nánar er greint frá þjóðhagsspá ráðuneytisins hér.