Meirihluti breskra kjósenda myndu greiða atkvæði með því að Bretland segði skilið við ESB ef boðið væri upp á slíka þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í skoðanakönnun, sem greint var frá í The Guardian, segjast 56% þátttakenda vera vissir eða líklegir til að greiða atkvæði með útgöngu Bretlands úr ESB. Hins vegar segjast 30% vera vissir eða líklegar til að greiða atkvæði með áframhaldandi veru Bretlands í sambandinu. Um 14% eru óákveðin.

Um 68% kjósenda Íhaldsflokksins myndu greiða atkvæði með útgöngu og 44% kjósenda Verkamannaflokksins. Áhugavert er að 39% kjósenda Verkamannaflokksins vilja vera áfram í sambandinu og eru stuðningsmenn aðskilnaðar því fleiri í þeim flokki líka.

Aðeins 28% líklegra kjósenda telja ESB vera til góðs fyrir Bretlands á meðan 45% telja sambandið vera til ills.