Færri búa í hverri íbúð á sama tíma og íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í könnun Capacent um þróun fasteignamarkaðarins.

Af þeim landsmönnum sem voru spurðir hvert þeir myndu vilja flytja sögðust 42% að þeir myndu vilja búa í Reykjavík. Þegar fólk á höfuðborgarsvæðinu var spurt hvar á svæðinu það myndu vilja búa svöruðu 58% að þeir myndu vilja búa í miðbænum eða Vesturbænum. Slík svör voru algengust hjá ungu og eldra fólki. Þetta kom fram í máli Þrastar Sigurðssonar, hjá fjármála og hagfræðiráðgjöf Capacent.

Fram kemur í könnuninni að ekki sé grundvöllur fyrir uppbyggingu á sérbýli en hinsvegar sé mikil umframeftirspurn eftir minni íbúðum. Jafnframt kemur fram að 25% af ráðstöfunartekjum landsmanna fara í húsnæðiskostnað en hjá tekjulægri er hlutfallið 45%.