Uppgjör þriðja ársfjórðungs hjá fasteignafélaginu Reginn var að mestu í takt við væntingar greiningaraðila en það var einnig heldur tíðindalítið. „Þetta var fínt uppgjör,“ segir Sigurður Örn Karlsson hjá IFS greiningu.

„Tekjur jukust um 22% milli ára líkt og við bjuggumst við því. Þau hafa náð að framfylgja hagræðingu í rekstri en matsbreytingar voru heldur lægri en við gerðum ráð fyrir en það er m.a. vegna lægri verðbólgu á tímabilinu. Að sama skapi hafa þeir náð að hækka útleiguhlutfallið frá öðrum ársfjórðungi sem er mjög gott en það er núna í kringum 97%.“

Nánar er fjallað um málið í Kauphallarblaðinu sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .