Hækkun hlutabréfa í Asíu í dag var sú mesta í fjóra mánuði, að því er segir í frétt Bloomberg fréttaveitunnar.

Fjármálafyrirtæki og hrávöruframleiðendur leiddu vagninn.

Vísitalan DJ Pacific sem mælir hlutabréfaverð í Asíu, hækkaði um 1,6%, kínverska vísitalan DJ CBN 600 hækkaði um 3,4% ,  Straits T vísitalan í Singapúr hækkaði um 2,4% og Composite vísitalan í Shanghai hækkaði um 3%.

Hinsvegar lækkaði japanska hlutabréfavísitalan Nikkei  300 um 0,8%, samkvæmt upplýsingum frá Dow Jones.